Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Getafe á heimavelli í dag og á nú afar litla möguleika á að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra.
Lionel Messi kom Börsungum yfir á 23. mínútu, en þetta var hans 28. mark í La Liga á tímabilinu. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Ángel Lafita metin og staðan var því jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Chilemaðurinn AlexisSánchez kom Barcelona í 2-1 um miðbik seinni hálfleiks, en á 90. mínútu jafnaði Lafita leikinn með sínu öðru marki.
Barcelona er nú þremur stigum á eftir Atletico Madrid í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, en Atletico leikur við Levante á morgun. Real Madrid kemur svo í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Barcelona. Liðið á hins vegar tvo leiki inni á Börsunga og einn á Atletico.
Getafe situr í 16. sæti, þremur stigum frá fallsæti.
