Katee Sackhoff í nýjum leik CCP Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2014 15:16 Katee Sackhoff í hlutverki flugmannsins Rán. Vísir/CCP Leikkonan Katee Sackhoff, sem margir hverjir ættu að kannast við úr þáttunum Battlestar Galactica þar sem hún lék flugmanninn Starbuck, mun leika í aðalhlutverkið í leiknum EVE: Valkyrie. Þar mun hún ljá flugmanninum Rán rödd sína, en leikurinn byggir á sýndarveruleika, sem lætur leikmönnum líða eins og þeir sitji í raun við stjórnvölin á geimskipum. Þetta var kynnt á EVE: Fanfest í gærkvöldi. „Þegar ég spilaði EVE: Valkyrie fyrst vissi ég að ég yrði að yrði að taka þátt,“ segir Sackhoff í tilkynningu frá CCP. „Þrátt fyrir þau hlutverk sem ég hef leikið, er þetta það næsta sem ég hef komist því að vera raunverulegur flugmaður geimskips.“ „Katee er fullkominn leikari til leika Rán,“ segir Owen O´Brien hjá CCP. „Hún hefur bæði mikla reynslu af því að gefa sterkum kvenkarakterum líf og ég var mjög ánægður með að sjá að hún var spennt og hafði áhuga á að taka þátt í þessu, eftir að hún spilaði Valkyrie fyrst.“ Kveðju sem Katee sendi gestum á Fanfest hátíðinni má sjá hér að neðan, en leikkonan er mjög frökk í kveðjunni og segist meðal annars ætla að vera á fanfestinu á næsta ári.Mynd/CCP/Vince TrupsinEinnig var nýtt verkefni CCP kynnt. Project Legion heitir leikurinn og hann byggir að mörgu leyti á Playstation 3 leik CCP, Dust 514. Nýi leikurinn mun koma út fyrir PC tölvur og verður fjölspilunarskotleikur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu CCP. Leikjavísir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Leikkonan Katee Sackhoff, sem margir hverjir ættu að kannast við úr þáttunum Battlestar Galactica þar sem hún lék flugmanninn Starbuck, mun leika í aðalhlutverkið í leiknum EVE: Valkyrie. Þar mun hún ljá flugmanninum Rán rödd sína, en leikurinn byggir á sýndarveruleika, sem lætur leikmönnum líða eins og þeir sitji í raun við stjórnvölin á geimskipum. Þetta var kynnt á EVE: Fanfest í gærkvöldi. „Þegar ég spilaði EVE: Valkyrie fyrst vissi ég að ég yrði að yrði að taka þátt,“ segir Sackhoff í tilkynningu frá CCP. „Þrátt fyrir þau hlutverk sem ég hef leikið, er þetta það næsta sem ég hef komist því að vera raunverulegur flugmaður geimskips.“ „Katee er fullkominn leikari til leika Rán,“ segir Owen O´Brien hjá CCP. „Hún hefur bæði mikla reynslu af því að gefa sterkum kvenkarakterum líf og ég var mjög ánægður með að sjá að hún var spennt og hafði áhuga á að taka þátt í þessu, eftir að hún spilaði Valkyrie fyrst.“ Kveðju sem Katee sendi gestum á Fanfest hátíðinni má sjá hér að neðan, en leikkonan er mjög frökk í kveðjunni og segist meðal annars ætla að vera á fanfestinu á næsta ári.Mynd/CCP/Vince TrupsinEinnig var nýtt verkefni CCP kynnt. Project Legion heitir leikurinn og hann byggir að mörgu leyti á Playstation 3 leik CCP, Dust 514. Nýi leikurinn mun koma út fyrir PC tölvur og verður fjölspilunarskotleikur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu CCP.
Leikjavísir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira