Barcelona er búið að finna sér sinn framtíðarmarkvörð en í dag var formlega tilkynnt um kaupin á þýska markverðinum, Marc-Andre Ter Stegen.
Þetta er 22 ára Þjóðverji og framtíðarmaður hjá þýska landsliðinu. Hann kemur til félagsins frá Borussia Mönchengladbach.
Victor Valdes og Jose Manuel Pinto eru báðir á förum frá félaginu og hinn ungi Ter Stegen er maðurinn sem Börsungar veðja á.
Barcelona má versla leikmenn á meðan áfrýjun félagsins vegna innkaupabanns er tekin fyrir.
Það var nóg að gera á skrifstofu Barcelona í dag en það réð þjálfara, Luis Enrique, og svo skrifaði Lionel Messi sem áður hafði verið tilkynnt um.
Ter Stegen mun verja mark Barcelona næsta vetur

Tengdar fréttir

Enrique ráðinn þjálfari Barcelona
Barcelona tilkynnti nú í kvöld að Luis Enrique væri búinn að skrifa undir samning við félagið. Hann verður þjálfari þess næstu tvö árin.