Taekwondo-landsliðið varð Norðurlandameistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2014 21:30 Glæsilegur árangur hjá hópnum. Mynd/Tryggvi Rúnarsson Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson Íþróttir Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson
Íþróttir Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira