Mikil spenna fyrir lokahringinn á Byron Nelson meistaramótinu 18. maí 2014 12:24 Louis Oosthuizen er að finna sitt gamla form í Texas. AP/Getty Louis Oosthuizen og Brendon Todd eru jafnir í efsta sæti þegar að einn hringur er eftir á Byron Nelson meistaramótinu en þeir hafa leikið fyrstu þrjá hringina á Las Colinas vellinum í Texas á tíu höggum undir pari. Mike Weir,Gary Woodland og James Hahn koma þar á eftir, jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir en óvenju margir kylfingar eru í toppbaráttunni fyrir lokahringinn sem á eflaust eftir að verða mjög spennandi. Nokkur þekkt nöfn spiluðu sig úr toppbaráttunni á þriðja hring í gær en þar ber helst að nefna heimamanninn Jordan Spieth sem lék á 73 höggum en hann er jafn í 52. sæti á sléttu pari. Það sama gerði Englendingurinn Paul Casey sem fór á kostum á öðrum hring en hann er jafn í 25. sæti á þremur höggum undir pari. Þá lék Players meistarinn Martin Kaymer á 71 höggi eða einu yfir og er hann á fimm höggum undir pari eftir hringina þrjá. Gaman verður að sjá hvernig Louis Oosthuizen ríður af á lokadeginum en hann hefur verið í miklu basli með leik sinn undanfarna mánuði vegna meiðsla í baki. Það sama má segja um fyrrum Masters sigurvegarann Mike Weir sem eru aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum en hann hefur verið að berjast við ýmis meiðsli á undanförnum árum og hefur hann til að mynda ekki náð að enda meðal 25 efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010. Lokahringurinn á Byron Nelson meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld en þegar að því líkur hefst bein útsending frá Kingsmill meistaramótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Louis Oosthuizen og Brendon Todd eru jafnir í efsta sæti þegar að einn hringur er eftir á Byron Nelson meistaramótinu en þeir hafa leikið fyrstu þrjá hringina á Las Colinas vellinum í Texas á tíu höggum undir pari. Mike Weir,Gary Woodland og James Hahn koma þar á eftir, jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir en óvenju margir kylfingar eru í toppbaráttunni fyrir lokahringinn sem á eflaust eftir að verða mjög spennandi. Nokkur þekkt nöfn spiluðu sig úr toppbaráttunni á þriðja hring í gær en þar ber helst að nefna heimamanninn Jordan Spieth sem lék á 73 höggum en hann er jafn í 52. sæti á sléttu pari. Það sama gerði Englendingurinn Paul Casey sem fór á kostum á öðrum hring en hann er jafn í 25. sæti á þremur höggum undir pari. Þá lék Players meistarinn Martin Kaymer á 71 höggi eða einu yfir og er hann á fimm höggum undir pari eftir hringina þrjá. Gaman verður að sjá hvernig Louis Oosthuizen ríður af á lokadeginum en hann hefur verið í miklu basli með leik sinn undanfarna mánuði vegna meiðsla í baki. Það sama má segja um fyrrum Masters sigurvegarann Mike Weir sem eru aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum en hann hefur verið að berjast við ýmis meiðsli á undanförnum árum og hefur hann til að mynda ekki náð að enda meðal 25 efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010. Lokahringurinn á Byron Nelson meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld en þegar að því líkur hefst bein útsending frá Kingsmill meistaramótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira