Deildar- og bikarmeistarar Hauka í handbolta hafa gert þriggja ára samning við Vilhjálm Geir Hauksson. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Haukar sendu frá sér.
Vilhjálmur, sem leikur í stöðu vinstri hornamanns, kemur frá Gróttu, en hann skoraði 106 mörk í 19 leikjum fyrir Seltirninga á nýliðnu tímabili. Vilhjálmur hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.
