Fótbolti

Martino hættur með Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gerardo "Tata" Martino þarf að leita sér að nýju starfi.
Gerardo "Tata" Martino þarf að leita sér að nýju starfi. Vísir/Getty
Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins.

Fyrr í dag gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Atletico Madrid í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar, en liðið þurfti á sigri að halda til að verja Spánarmeistaratitilinn sem það vann í fyrra.

Martino tók við liði Barcelona síðasta sumar þegar Tito Vilanova lét af störfum vegna veikinda.

Barcelona vann engan titil undir stjórn Argentínumannsins, en liðið tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar og féll úr leik fyrir Atletico Madrid í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta var fyrsta titlalausa tímabil Barcelona síðan 2007-08.

Líklegt þykir að Luis Enrique, sem lét af störfum sem þjálfari Celta Vigo á dögunum, taki við starfi Martinos.

Enrique lék með Barcelona á árunum 1996-2004 og þjálfaði auk þess B-lið félagsins um þriggja ára skeið.




Tengdar fréttir

Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn

Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×