Ísland í dag: „Við gerum allt til að hjálpa henni“ 16. maí 2014 13:34 Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum. Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þegar Hermann Helenuson skráði sig til leiks í Ísland got Talent á síðasta ári var ástæðan ekki sú að hann vildi slá í gegn og öðlast frægð. Hans æðsta ósk var að sigra og fá milljónirnar tíu til að geta hjálpað Karen stóru systur sinni sem greindist fyrir fjórum árum með alvarlega hryggskekkju. Í fyrstu var reynt að laga skekkjuna með því að láta Karen, sem er sextán ára, ganga í spelku í rúmt ár en hún er þriðji Íslendingurinn sem lýkur svo erfiðri spelkumeðferð. Þegar meðferðinni lauk kom í ljós að skekkjan hafði aukist úr 41 gráðu í 52 og verkir orðnir daglegt brauð. Stúlkan ótrúlega dreymir um að fara í aðgerð til að laga skekkjuna. „Ég vona að verkirnir minnki. Það er aðalatriðið,“ segir Karen. Fjölskyldan hefur þó ekki fundið lækni á Íslandi sem treystir sér til að gera aðgerðina. Þá var bara eitt í stöðunni - að fara til útlanda í aðgerð sem kostar 7 milljónir. Þau leituðu til sjúkratrygginga en fengu því miður neitun. „Það kom kona til mín á kassa í Bónus um daginn, ég er vinna þar. Hún sagði mér að systir sín væri með eins skekkju og ég. Systir hennar er í dag að nálgast fertugt og gengur með göngugrind því hún fékk ekki að fara í þessa aðgerð,“ segir Karen. Systkini Karenar þau Hermann og Lovísa berjast með – þrátt fyrir ungan aldur - vinna þau hörðum höndum við að sýna töfrabrögð víða um land. Og systkinin hafa nú skipulagt styrktarsýningu í Salnum í Kópavogi sem verður nú í kvöld klukkan hálf átta. „Við gerum allt til að hjálpa henni,“ segir Hermann. Nánari upplýsingar um sýninguna í kvöld og söfnunina má finna á Fésbókarsíðu Hermanns.Nánar verður fjallað um sögu Karenar og spjallað við systkini hennar í Íslandi í dag í kvöld klukkan 18.55, strax að loknum kvöldfréttum.
Ísland Got Talent Ísland í dag Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira