Arnar Pétursson varð klökkur í viðtali við Vísi eftir að ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld.
ÍBV vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn en Eyjamenn hafa fengið ótrúlegan stuðining íbúa Vestmannaeyja í úrslitakeppninni.
„Sérðu þetta? Ég fer bara að gráta þegar ég horfi á þennan hóp,“ sagði Arnar og þerraði tárin. „Það er ótrúleg vinna að baki og þetta fólk á þetta svo innilega skilið. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning.“
Hér fyrir neðan má lesa nánari umfjöllun um leikinn.
Stuðningsmenn ÍBV komu þjálfaranum til að gráta

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari
ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri.