Skoða þarf skólamálin á Akranesi Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 14:22 Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira