New York stælir Stokkhólm í umferðarmálum Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 14:22 Bílaumferð í Stokkhólmi. Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Borgarstjóri New York borgar ætlar að taka upp siði Svía hvað umferðarmál varðar og innleiða þær aðferðir sem notaðar eru í Stokkhólmi til að fækka slysum. Dauðaslys í umferðinni í New York einni voru 290 í fyrra, en í samanburði voru þau 264 í Svíþjóð allri. Reyndar hefur þeim fækkað í New York um 26% frá árinu 2001 en borgarstjóri New York, Bill de Blasio, vill gera betur. Svíþjóð er með lægstu dánartíðni í umferðinni af öllum löndum heims. Markmið Svía er ekki metnaðarminna en það að eyða öllum dauðaslysum í umferðinni, en víst er að eittvhað er í að það markmið náist. Í Stokkhólmi eru margar götur, líkt og í Reykjavík, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og það hyggst borgarstjóri New York innleiða víða og lækka hámarkshraða víða úr 50 í 40 (þ.e. frá 30 mílum í 25). Auk þess verða 120 hraðamyndavélar settar upp í borginni og lögreglan mun herða mjög mælingar á hraða. Fylgst verður mjög með umferð í kringum skóla. Ennfremur er í skoðun að setja sírita í leigubíla borgarinnar sem fylgjast með hraða og ökulagi.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent