Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 10:55 Selfie með Óttarri Proppé eftir tónleika Pollapönks á Thorsplani = Oddviti og eldhress stuðningsmaður. Myndgáta: hvort er stuðningsmaðurinn? Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02