Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2014 20:00 Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér: Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér:
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira