Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2014 17:11 „Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00