Bjartri framtíð gert að stöðva uppsetningu merkinga á Akureyri 12. maí 2014 14:43 Hálfkláraðar merkingar Bjartrar framtíðar á Glerárgötu á Akureyri. MYND / Auðunn Níelsson Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson, stöðvaði uppsetningu auglýsingaskilta Bjartrar framtíðar í gluggum við Glerárgötu á Akureyri í lok síðustu viku. Bar skipulagsstjóri fyrir sig skiltareglugerð og telur hann að uppsetning auglýsinganna brjóti í bága við þá reglugerð sem er í gildi í bænum. Björt framtíð er í óðaönn að gera kosningaskrifstofu sína klára á Glerárgötu á Akureyri og ætlar sér að vera með alls kyns starfssemi í húsinu fram að kosningum. Á fimmtudaginn síðasta var verið að setja upp auglýsingar á húsinu þegar skipulagsstjóri kom að og stöðvaði uppsetningu merkinganna, samkvæmt heimildum Vísis. Preben Pétursson, einn af stofnendum BF á Akureyri telur skrýtið að Bjartri framtíð hafi verið gert skylt að stöðva uppsetningu merkinga einum flokka. „Okkur finnst við ekki hafa farið út fyrir þann ramma sem settur er. Ég held svo sem að skipulagsstjóri sé bara að vinna sína vinnu, hann óskar eftir því að fá að vita hvað við erum að fara að auglýsa“. Önnur framboð í bænum eru fyrir margt löngu búin að setja upp merkingar í gluggum sinna kosningaskrifstofa. Þau framboð voru ekki stöðvuð við uppsetningu og ekkert sett út á merkingar þeirra meðan á þeim framkvæmdum stóð.Horft hefur verið framhjá þessari reglugerð hin síðari ár þegar kosningabarátta er annars vegar samkvæmt heimildum Vísis. Vitað er að þetta er tímabundin aðgerð stjórnmálaflokka og hreyfinga til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga. Nú er hins vegar nýtt hljóð í strokknum og þurftu framboðin í lok síðustu viku að senda myndir af merkingum sínum og þar til bær gögn til skipulagsdeildar til að fá samþykki merkinga sinna. Fundur verður haldinn í skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem farið verður yfir merkingar framboðanna. Þar munu pólitískir fulltrúar taka afstöðu um merkingar framboða í bænum. Ekki náðist í Pétur Bolla Jóhannesson, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson, stöðvaði uppsetningu auglýsingaskilta Bjartrar framtíðar í gluggum við Glerárgötu á Akureyri í lok síðustu viku. Bar skipulagsstjóri fyrir sig skiltareglugerð og telur hann að uppsetning auglýsinganna brjóti í bága við þá reglugerð sem er í gildi í bænum. Björt framtíð er í óðaönn að gera kosningaskrifstofu sína klára á Glerárgötu á Akureyri og ætlar sér að vera með alls kyns starfssemi í húsinu fram að kosningum. Á fimmtudaginn síðasta var verið að setja upp auglýsingar á húsinu þegar skipulagsstjóri kom að og stöðvaði uppsetningu merkinganna, samkvæmt heimildum Vísis. Preben Pétursson, einn af stofnendum BF á Akureyri telur skrýtið að Bjartri framtíð hafi verið gert skylt að stöðva uppsetningu merkinga einum flokka. „Okkur finnst við ekki hafa farið út fyrir þann ramma sem settur er. Ég held svo sem að skipulagsstjóri sé bara að vinna sína vinnu, hann óskar eftir því að fá að vita hvað við erum að fara að auglýsa“. Önnur framboð í bænum eru fyrir margt löngu búin að setja upp merkingar í gluggum sinna kosningaskrifstofa. Þau framboð voru ekki stöðvuð við uppsetningu og ekkert sett út á merkingar þeirra meðan á þeim framkvæmdum stóð.Horft hefur verið framhjá þessari reglugerð hin síðari ár þegar kosningabarátta er annars vegar samkvæmt heimildum Vísis. Vitað er að þetta er tímabundin aðgerð stjórnmálaflokka og hreyfinga til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga. Nú er hins vegar nýtt hljóð í strokknum og þurftu framboðin í lok síðustu viku að senda myndir af merkingum sínum og þar til bær gögn til skipulagsdeildar til að fá samþykki merkinga sinna. Fundur verður haldinn í skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem farið verður yfir merkingar framboðanna. Þar munu pólitískir fulltrúar taka afstöðu um merkingar framboða í bænum. Ekki náðist í Pétur Bolla Jóhannesson, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira