Martin Kaymer sigraði á Players 12. maí 2014 00:31 Kaymer horfir á eftir pútti á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira