Martin Kaymer sigraði á Players 12. maí 2014 00:31 Kaymer horfir á eftir pútti á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti