Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fylkir 3-0 | Kelly sá um nýliðana Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 27. maí 2014 16:29 Stjörnustúlkur fagna öðru marki Kelly. Vísir/Daníel Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sigur á nýliðum Fylkis með þremur mörkum gegn engu á Samsung-vellinum í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en heimakonur kláruðu leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik. Stjarnan byrjaði mun betur og liðið hafði öll tök á leiknum fyrstu 20 mínúturnar. Gestunum gekk illa að halda boltanum og Stjörnukonur áttu hverja sóknina á fætur annarri. HarpaÞorsteinsdóttir, markadrottning síðasta tímabils, fékk tvö afbragðs færi til að skora með þriggja mínútna millibili snemma leiks, en brást bogalistin. Það virtist ekki spurning um hvort heldur hvenær ísinn myndi brotna. En nýliðarnir þraukuðu. Íris Dögg Gunnarsdóttir átti góðan leik í marki Fylkiskvenna og smám saman styrkist varnarleikur þeirra og tækifærum Stjörnunnar fór fækkandi. Fylkiskonur voru þó enn í talsverðum vandræðum með að halda boltanum og liðið skapaði sér varla teljandi marktækifæri. Anna Björg Björnsdóttir var dugleg í fremstu víglínu og komst meira í boltann eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, en hún hefði þó eflaust þegið meiri stuðning frá samherjum sínum. Staðan var markalaus í hálfleik, en Stjörnukonur náðu forystunni á 57. mínútu þegar Maegan Kelly skoraði með góðu skoti vinstra megin úr vítateignum. Fylkiskonur færðu sig framar á völlinn eftir mark Kellys og við það fengu sóknarmenn Stjörnunnar pláss, sem þær höfðu ekki fengið í fyrri hálfleik. Kelly bætti við marki á 72. mínútu með skoti úr vítateignum eftir sendingu Hörpu fyrir markið. Við það virtist allur vindur úr gestunum og síðustu 20 mínútur leiksins var aðeins spurning hversu mörg mörk Stjarnan myndi skora. Heimakonur fengu hvert úrvalsfærið á fætur öðru á lokakafla leiksins, en létu eitt mark duga. Það skoraði Kelly tveimur mínútum fyrir leikslok með skoti í slána og inn eftir sendingu Hörpu. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan fagnaði sínum öðrum sigri á tímabilinu. Íslandsmeistarnir voru lengi að brjóta vörn nýliðanna á bak aftur en eftir að fyrsta markið kom var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Stjarnan sýndi styrk sinn í seinni hálfleik og sigldi góðum sigri í höfn. Fylkiskonur geta verið ánægðar með varnarleikinn, skipulagið og viljann sem þær sýndu fram að fyrsta markinu, en það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara Fylkis, hversu máttlítill sóknarleikur liðsins var í leiknum. Eftir sigurinn situr Stjarnan í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sex stig, en Fylkir er tveimur sætum neðar með fjögur stig.Maegan Kelly í baráttunni í kvöld.Vísir/DaníelKelly:Gott að spila í ólíku umhverfi "Við spiluðum mjög vel sem lið í kvöld," sagði hetja Stjörnunnar, Maegan Kelly, eftir sigurinn á Fylki í kvöld. "Samherjarnir voru duglegri að finna mig en í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu og ég er alltaf að venjast liðinu betur og betur." Það tók Stjörnuna 57 mínútur að brjóta ísinn gegn nýliðunum, en hvað var það sem breyttist í seinni hálfleik? "Við ákváðum að setja meiri þrýsting á vörnina þeirra og bakverðirnir okkar komu hærra á völlinn svo við gátum pressað betur sem lið en í fyrri hálfleik. "Við höfum bætt okkur frá fyrsta leiknum (innskot blm. 1-0 tap gegn Breiðabliki) og erum alltaf að bæta okkur sem lið svo við erum bjartsýnar á framhaldið," sagði Kelly sem segir það góða reynslu að spila á Íslandi. "Fótboltinn hér er frábrugðinn því sem ég átti að venjast í Bandaríkjunum. Það er gott að spila í ólíku umhverfi og það hjálpar þér að bæta þig. Ég nýt þess að spila með stelpunum og býð spennt eftir framhaldinu," sagði Kelly að lokum.Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfar Fylki.Vísir/DaníelRuth: Áttum ekki alveg nógu góðan dag í dag "Ég veit ekki alveg hvað klikkaði í kvöld, því miður," sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, miðjumaður Fylkis, eftir 3-0 tapið gegn Stjörnunni. Fylkir spilaði sterkan og agaðan varnarleik framan af leik og staðan var jöfn allt fram á 57. mínútu þegar Maegan Kelly skoraði fyrsta mark leiksins. "Við ætluðum að koma inn í leikinn til þess að vinna, en það tókst ekki. Við tökum það sem var jákvætt í dag og notum það og skoðum það sem gekk illa og bætum það fyrir næsta leik. "Við ætluðum að verjast aftarlega og beita skyndisóknum eins og við gerðum á móti Breiðabliki, en það gekk ekki nógu vel. Þær eru með góða varnarmenn og vel spilandi lið, en við vinnum þær bara næst." "Maður þarf að eiga mjög góðan dag til að vinna Stjörnuna og við áttum ekki alveg nógu góðan dag í dag," sagði Ruth, en Fylkir situr í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjár umferðir. "Við erum bara nokkuð sáttar með byrjunina, sem hefur verið erfið, en við ætlum bara að halda áfram og gera okkar besta," sagði Ruth að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sigur á nýliðum Fylkis með þremur mörkum gegn engu á Samsung-vellinum í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en heimakonur kláruðu leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik. Stjarnan byrjaði mun betur og liðið hafði öll tök á leiknum fyrstu 20 mínúturnar. Gestunum gekk illa að halda boltanum og Stjörnukonur áttu hverja sóknina á fætur annarri. HarpaÞorsteinsdóttir, markadrottning síðasta tímabils, fékk tvö afbragðs færi til að skora með þriggja mínútna millibili snemma leiks, en brást bogalistin. Það virtist ekki spurning um hvort heldur hvenær ísinn myndi brotna. En nýliðarnir þraukuðu. Íris Dögg Gunnarsdóttir átti góðan leik í marki Fylkiskvenna og smám saman styrkist varnarleikur þeirra og tækifærum Stjörnunnar fór fækkandi. Fylkiskonur voru þó enn í talsverðum vandræðum með að halda boltanum og liðið skapaði sér varla teljandi marktækifæri. Anna Björg Björnsdóttir var dugleg í fremstu víglínu og komst meira í boltann eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, en hún hefði þó eflaust þegið meiri stuðning frá samherjum sínum. Staðan var markalaus í hálfleik, en Stjörnukonur náðu forystunni á 57. mínútu þegar Maegan Kelly skoraði með góðu skoti vinstra megin úr vítateignum. Fylkiskonur færðu sig framar á völlinn eftir mark Kellys og við það fengu sóknarmenn Stjörnunnar pláss, sem þær höfðu ekki fengið í fyrri hálfleik. Kelly bætti við marki á 72. mínútu með skoti úr vítateignum eftir sendingu Hörpu fyrir markið. Við það virtist allur vindur úr gestunum og síðustu 20 mínútur leiksins var aðeins spurning hversu mörg mörk Stjarnan myndi skora. Heimakonur fengu hvert úrvalsfærið á fætur öðru á lokakafla leiksins, en létu eitt mark duga. Það skoraði Kelly tveimur mínútum fyrir leikslok með skoti í slána og inn eftir sendingu Hörpu. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan fagnaði sínum öðrum sigri á tímabilinu. Íslandsmeistarnir voru lengi að brjóta vörn nýliðanna á bak aftur en eftir að fyrsta markið kom var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Stjarnan sýndi styrk sinn í seinni hálfleik og sigldi góðum sigri í höfn. Fylkiskonur geta verið ánægðar með varnarleikinn, skipulagið og viljann sem þær sýndu fram að fyrsta markinu, en það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara Fylkis, hversu máttlítill sóknarleikur liðsins var í leiknum. Eftir sigurinn situr Stjarnan í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með sex stig, en Fylkir er tveimur sætum neðar með fjögur stig.Maegan Kelly í baráttunni í kvöld.Vísir/DaníelKelly:Gott að spila í ólíku umhverfi "Við spiluðum mjög vel sem lið í kvöld," sagði hetja Stjörnunnar, Maegan Kelly, eftir sigurinn á Fylki í kvöld. "Samherjarnir voru duglegri að finna mig en í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu og ég er alltaf að venjast liðinu betur og betur." Það tók Stjörnuna 57 mínútur að brjóta ísinn gegn nýliðunum, en hvað var það sem breyttist í seinni hálfleik? "Við ákváðum að setja meiri þrýsting á vörnina þeirra og bakverðirnir okkar komu hærra á völlinn svo við gátum pressað betur sem lið en í fyrri hálfleik. "Við höfum bætt okkur frá fyrsta leiknum (innskot blm. 1-0 tap gegn Breiðabliki) og erum alltaf að bæta okkur sem lið svo við erum bjartsýnar á framhaldið," sagði Kelly sem segir það góða reynslu að spila á Íslandi. "Fótboltinn hér er frábrugðinn því sem ég átti að venjast í Bandaríkjunum. Það er gott að spila í ólíku umhverfi og það hjálpar þér að bæta þig. Ég nýt þess að spila með stelpunum og býð spennt eftir framhaldinu," sagði Kelly að lokum.Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfar Fylki.Vísir/DaníelRuth: Áttum ekki alveg nógu góðan dag í dag "Ég veit ekki alveg hvað klikkaði í kvöld, því miður," sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, miðjumaður Fylkis, eftir 3-0 tapið gegn Stjörnunni. Fylkir spilaði sterkan og agaðan varnarleik framan af leik og staðan var jöfn allt fram á 57. mínútu þegar Maegan Kelly skoraði fyrsta mark leiksins. "Við ætluðum að koma inn í leikinn til þess að vinna, en það tókst ekki. Við tökum það sem var jákvætt í dag og notum það og skoðum það sem gekk illa og bætum það fyrir næsta leik. "Við ætluðum að verjast aftarlega og beita skyndisóknum eins og við gerðum á móti Breiðabliki, en það gekk ekki nógu vel. Þær eru með góða varnarmenn og vel spilandi lið, en við vinnum þær bara næst." "Maður þarf að eiga mjög góðan dag til að vinna Stjörnuna og við áttum ekki alveg nógu góðan dag í dag," sagði Ruth, en Fylkir situr í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjár umferðir. "Við erum bara nokkuð sáttar með byrjunina, sem hefur verið erfið, en við ætlum bara að halda áfram og gera okkar besta," sagði Ruth að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira