Bílskúrinn: Hamilton og Rosberg ekki lengur vinir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. maí 2014 22:00 Rosberg fór mikinn í fagnaðarlátum í Mónakó Vísir/Getty Mónakó kappaksturinn fór fram í gær og dramatíkin náði nýjum hæðum. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir tímabilsins. Staðan er: Lewis Hamilton 4 sigrar, Nico Rosberg 2 sigrar. Mercedes-menn eru ekki lengur vinir, voru brögð í tafli? Þetta og margt fleira er til umfjöllunar í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg og Ricciardo brostu breitt, Hamilton var ekki eins glaður í verðlaunaafhendingunni.Vísir/GettyVinslit hjá MercedesEftir að hafa þekkst síðan þeir voru 13 ára hefur Lewis Hamilton nú látið hafa eftir sér „Við erum ekki vinir, við erum samstarfsmenn,“ um sig og Nico Rosberg. Þeir eru vissulega liðsfélagar. Tímatakan á laugardaginn virðist vera eina kornið sem þurfti til að fylla mælirinn. Þegar kom að síðasta tækifærinu til að ná ráspól í Mónakó læsti Rosberg dekki og ók út fyrir braut. Hann forðaðist þannig að lenda á varnarvegg og skemma bílinn. Hamilton kom þar aðvífandi rétt á eftir en gat ekki bætt tíma sinn vegna þess að gulum viðvörunarflöggum var veifað. Samsæriskenningar náðu strax flugi og einhverjir vilja meina að hér hafi Rosberg séð sér leik á borði og viljað tryggja sér mikilvægasta ráspól tímabilsins. Rosberg átti hraðasta tímann þegar hann læsti dekkinu með fyrrgreindum afleiðingum. Mönnum er heitt í hamsi um þessar mundir hjá Mercedes. Forvitnilegt verður að fylgjast með framvindu mála.Bianchi átti sinn besta dag í F1 í Mónakó í gær.Vísir/GettyMarussia náði í 2 stigÁ sínu fimmta tímabili í Formúlu 1 tókst Marussia liðinu loksins að ljúka keppni í stigasæti. Max Chilton hafði þó náð undraverðum árangri á æfingum í Barcelona nýlega sem vakti von í brjósti liðsins um að nú hlyti að koma að þessu. Jules Bianchi mun seint gleymast sem fyrsti maðurinn sem tryggði Marussia stig í Formúlu 1. Bianchi endaði í 9. sæti eftir að þurfa að sæta því að fimm sekúndu var bætt við heildar keppnistíma hans. Hann tók út fimm sekúndna refsingu fyrr í keppninni fyrir að ræsa af stað framar en hann mátti. Þá refsingu tók hann út í þjónustuhléi meðan öryggisbíllinn var í brautinni. Það er bannað. Marussia hafði best náð 12. sæti hingað. Timo Glock náði því í Singapúr 2012 og Charles Pic í Brasilíu sama ár. Nú er Marussia liðið ofar en erkifjendurnir í Caterham og Sauber í stigakeppni bílasmiða.Raikkonen í MónakóVísir/GettyHvað kom fyrir Kimi Raikkonen?Finninn ræsti af stað í 6. sæti. Hann átti lang bestu ræsinguna og tókst með klókindum að komast í 3. sæti. Hann varð svo fyrir því að Max Chilton á Marussia ók á hann og sprendi dekk. Kimi Raikkonen þurfti því að taka tvö þjónustuhlé á meðan öryggisbíllinn leiddi hópinn. Þá datt Raikkonen niður í 16. sæti. Undir lok keppninnar lenti Raikkonen í samstuði við Kevin Magnussen á McLaren þegar Finnin reyndi að komast fram úr Dananum. Raikkonen sem byrjaði með svo miklum krafti endaði í 12. sæti. Hann hefði haft gott af því að sýna liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso að hann ætli sér að veita honum samkeppni. Allt virtist þó ganga gegn Raikkonen meðan Alonso endaði í þægilegu 4. sæti, hann var nánast í sínum eigin heimi alla keppnina.Ricciardo sáttur með sinn hlut í MónakóVísir/GettyDaniel Ricciardo heldur áfram að koma á óvartSpurningin er bara hvenær velgengni hans hættir að koma á óvart. Ástralinn varð þriðji í keppninni í Mónakó. Hann er nú með 9 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, fjórfalda heimsmeistarann Sebastian Vettel eftir að Vettel hætti keppni í Mónakó vegna vélabilunar. Vettel, sem er ríkjandi heimsmeistari hefur ekki nema einu sinni í sex tímatökum náð að setja betri tíma en Ricciardo. Greinilega er eitthvað spunnið í Ástralann síbrosandi. Raddir eru þegar farnar að heyrast sem efast um getu Sebastian Vettel og segja hann hafa verið í lang besta bílnum öll fjögur árin sem hann varð heimsmeistari. Ekki má þó gleyma að þegar á reyndi í Brasilíu 2012 þá sýndi Vettel og sannaði að hann kann vissulega að keyra.Massa náði að hækka sig um 9 sæti frá ræsingu.Vísir/GettyHver náði að hækka sig mest?Eftir afleiddan dag á laugardag, sem skilaði ekki nema 16. sæti á ráslínu fyrir Felipe Massa sýni Brasilíumaðurinn hvers hann er megnugur og lauk keppni í 7. sæti. Fram úr akstur er ekki auðveldur í Mónakó en Massa tókst þrátt fyrir það að hækka sig um 9 sæti frá ræsingu til loka keppninnar.Marcus Ericsson á Caterham tókst að gera betur en Massa. Ericsson ræsti af þjónustusvæðinu og þar sem Pastor Maldonado á Lotus komst ekki af stað í upphitunarhring ræsti Ericsson í 21. sæti. Hann endaði keppni í 11. sæti og hækkaði sig því um 11 sæti í keppninni. Einungis Jules Bianchi á Marussia getur keppt við Ericsson í þessum efnum. Bianchi hækkaði sig líka um 11 sæti, úr því 20 í hið gríðarlega mikilvæga 9. sæti. Formúla Tengdar fréttir Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56 Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36 Hamilton stundar ekki sálfræðihernað Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði. 24. maí 2014 00:01 Nico Rosberg vann aftur í Mónakó Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 25. maí 2014 13:54 Rosberg á ráspól í Mónakó Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. 24. maí 2014 13:05 Framtíð Maldonado í Formúlu 1 óörugg Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins, gæti þurft að sanna að hæfilikar hans séu nægir til að tryggja honum ökumannssæti í Formúlu 1. 21. maí 2014 15:15 Max Chilton á Marussia fljótastur Formúlu 1 æfingar standa nú yfir á Spáni. Max Chilton á Marussia kom öllum á óvart og náði besta tíma dagsins á æfingunni í dag. 13. maí 2014 22:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mónakó kappaksturinn fór fram í gær og dramatíkin náði nýjum hæðum. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir tímabilsins. Staðan er: Lewis Hamilton 4 sigrar, Nico Rosberg 2 sigrar. Mercedes-menn eru ekki lengur vinir, voru brögð í tafli? Þetta og margt fleira er til umfjöllunar í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg og Ricciardo brostu breitt, Hamilton var ekki eins glaður í verðlaunaafhendingunni.Vísir/GettyVinslit hjá MercedesEftir að hafa þekkst síðan þeir voru 13 ára hefur Lewis Hamilton nú látið hafa eftir sér „Við erum ekki vinir, við erum samstarfsmenn,“ um sig og Nico Rosberg. Þeir eru vissulega liðsfélagar. Tímatakan á laugardaginn virðist vera eina kornið sem þurfti til að fylla mælirinn. Þegar kom að síðasta tækifærinu til að ná ráspól í Mónakó læsti Rosberg dekki og ók út fyrir braut. Hann forðaðist þannig að lenda á varnarvegg og skemma bílinn. Hamilton kom þar aðvífandi rétt á eftir en gat ekki bætt tíma sinn vegna þess að gulum viðvörunarflöggum var veifað. Samsæriskenningar náðu strax flugi og einhverjir vilja meina að hér hafi Rosberg séð sér leik á borði og viljað tryggja sér mikilvægasta ráspól tímabilsins. Rosberg átti hraðasta tímann þegar hann læsti dekkinu með fyrrgreindum afleiðingum. Mönnum er heitt í hamsi um þessar mundir hjá Mercedes. Forvitnilegt verður að fylgjast með framvindu mála.Bianchi átti sinn besta dag í F1 í Mónakó í gær.Vísir/GettyMarussia náði í 2 stigÁ sínu fimmta tímabili í Formúlu 1 tókst Marussia liðinu loksins að ljúka keppni í stigasæti. Max Chilton hafði þó náð undraverðum árangri á æfingum í Barcelona nýlega sem vakti von í brjósti liðsins um að nú hlyti að koma að þessu. Jules Bianchi mun seint gleymast sem fyrsti maðurinn sem tryggði Marussia stig í Formúlu 1. Bianchi endaði í 9. sæti eftir að þurfa að sæta því að fimm sekúndu var bætt við heildar keppnistíma hans. Hann tók út fimm sekúndna refsingu fyrr í keppninni fyrir að ræsa af stað framar en hann mátti. Þá refsingu tók hann út í þjónustuhléi meðan öryggisbíllinn var í brautinni. Það er bannað. Marussia hafði best náð 12. sæti hingað. Timo Glock náði því í Singapúr 2012 og Charles Pic í Brasilíu sama ár. Nú er Marussia liðið ofar en erkifjendurnir í Caterham og Sauber í stigakeppni bílasmiða.Raikkonen í MónakóVísir/GettyHvað kom fyrir Kimi Raikkonen?Finninn ræsti af stað í 6. sæti. Hann átti lang bestu ræsinguna og tókst með klókindum að komast í 3. sæti. Hann varð svo fyrir því að Max Chilton á Marussia ók á hann og sprendi dekk. Kimi Raikkonen þurfti því að taka tvö þjónustuhlé á meðan öryggisbíllinn leiddi hópinn. Þá datt Raikkonen niður í 16. sæti. Undir lok keppninnar lenti Raikkonen í samstuði við Kevin Magnussen á McLaren þegar Finnin reyndi að komast fram úr Dananum. Raikkonen sem byrjaði með svo miklum krafti endaði í 12. sæti. Hann hefði haft gott af því að sýna liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso að hann ætli sér að veita honum samkeppni. Allt virtist þó ganga gegn Raikkonen meðan Alonso endaði í þægilegu 4. sæti, hann var nánast í sínum eigin heimi alla keppnina.Ricciardo sáttur með sinn hlut í MónakóVísir/GettyDaniel Ricciardo heldur áfram að koma á óvartSpurningin er bara hvenær velgengni hans hættir að koma á óvart. Ástralinn varð þriðji í keppninni í Mónakó. Hann er nú með 9 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, fjórfalda heimsmeistarann Sebastian Vettel eftir að Vettel hætti keppni í Mónakó vegna vélabilunar. Vettel, sem er ríkjandi heimsmeistari hefur ekki nema einu sinni í sex tímatökum náð að setja betri tíma en Ricciardo. Greinilega er eitthvað spunnið í Ástralann síbrosandi. Raddir eru þegar farnar að heyrast sem efast um getu Sebastian Vettel og segja hann hafa verið í lang besta bílnum öll fjögur árin sem hann varð heimsmeistari. Ekki má þó gleyma að þegar á reyndi í Brasilíu 2012 þá sýndi Vettel og sannaði að hann kann vissulega að keyra.Massa náði að hækka sig um 9 sæti frá ræsingu.Vísir/GettyHver náði að hækka sig mest?Eftir afleiddan dag á laugardag, sem skilaði ekki nema 16. sæti á ráslínu fyrir Felipe Massa sýni Brasilíumaðurinn hvers hann er megnugur og lauk keppni í 7. sæti. Fram úr akstur er ekki auðveldur í Mónakó en Massa tókst þrátt fyrir það að hækka sig um 9 sæti frá ræsingu til loka keppninnar.Marcus Ericsson á Caterham tókst að gera betur en Massa. Ericsson ræsti af þjónustusvæðinu og þar sem Pastor Maldonado á Lotus komst ekki af stað í upphitunarhring ræsti Ericsson í 21. sæti. Hann endaði keppni í 11. sæti og hækkaði sig því um 11 sæti í keppninni. Einungis Jules Bianchi á Marussia getur keppt við Ericsson í þessum efnum. Bianchi hækkaði sig líka um 11 sæti, úr því 20 í hið gríðarlega mikilvæga 9. sæti.
Formúla Tengdar fréttir Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56 Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36 Hamilton stundar ekki sálfræðihernað Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði. 24. maí 2014 00:01 Nico Rosberg vann aftur í Mónakó Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 25. maí 2014 13:54 Rosberg á ráspól í Mónakó Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. 24. maí 2014 13:05 Framtíð Maldonado í Formúlu 1 óörugg Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins, gæti þurft að sanna að hæfilikar hans séu nægir til að tryggja honum ökumannssæti í Formúlu 1. 21. maí 2014 15:15 Max Chilton á Marussia fljótastur Formúlu 1 æfingar standa nú yfir á Spáni. Max Chilton á Marussia kom öllum á óvart og náði besta tíma dagsins á æfingunni í dag. 13. maí 2014 22:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56
Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36
Hamilton stundar ekki sálfræðihernað Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1 neitar að hafa stundað sálfræðihernað gegn liðsfélögum sínum með ásettu ráði. 24. maí 2014 00:01
Nico Rosberg vann aftur í Mónakó Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 25. maí 2014 13:54
Rosberg á ráspól í Mónakó Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. 24. maí 2014 13:05
Framtíð Maldonado í Formúlu 1 óörugg Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins, gæti þurft að sanna að hæfilikar hans séu nægir til að tryggja honum ökumannssæti í Formúlu 1. 21. maí 2014 15:15
Max Chilton á Marussia fljótastur Formúlu 1 æfingar standa nú yfir á Spáni. Max Chilton á Marussia kom öllum á óvart og náði besta tíma dagsins á æfingunni í dag. 13. maí 2014 22:30