Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 12:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitar að tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17
Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08