Ákæran gæti gert fólki erfiðara fyrir að sækja bætur Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 14:38 Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir að nýleg ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi geti leitt til þess að þolendur læknamistaka muni eiga erfitt verk fyrir höndum, ætli þeir sér að sækja bætur frá ríkinu. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum enda komi hún til með að hafa víðtæk áhrif. Halldór Halldórsson lögmaður hefur rekið mál fyrir fjölmarga einstaklinga sem freista þess að sækja rétt sinn vegna læknamistaka. „Læknamistakamál er sá málaflokkur innan skaðabótaréttar þar sem það kann að reynast tjónþolum hvað erfiðast að sanna hina skaðabótaskyldu háttsemi og orsakatengsl milli hennar og tjónsins,“ segir Halldór. „Því þurfa tjónþolar, eðli málsins samkvæmt, að treysta talsvert á skráningu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir þurfa að treysta því að hún sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þó maður vilji ekki ætla neinum heilbrigðisstarfsmanni að breiða yfir mistök, þá gefur það auga leið að hugsanleg ákæra gæti dregið úr hvata til að greina nákvæmlega frá því ef eitthvað fer aflaga, til dæmis við aðgerð eða aðra meðhöndlun.“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunafræðinga sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann óttaðist að ákæran leiddi til þess heilbrigðisstarfsmenn myndu í framtíðinni reyna að hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregin fyrir dóm. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál,“ segir Halldór. „Ef fagmenn á þessu sviði telja sjálfir að þetta sé hættan, þá eru meiri líkur á því að tjónþoli þurfi að hafa verulegar áhyggjur af því að skráning sjúkraskráa gæti verið eitthvað röng og mögulega fölsuð ef þess ber undir. Ég hef verið með mál þar sem tjónþolar hafa kannski verið nýbúnir að ganga undir aðgerð og eru kannski ekki í þannig ástandi að geta greint nákvæmlega frá hvað gerist í aðgerðinni. Því þurfa þeir að treysta á að það sem kemur fram í sjúkraskrám sé sannleikanum samkvæmt. Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Lögmaður segir að nýleg ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi geti leitt til þess að þolendur læknamistaka muni eiga erfitt verk fyrir höndum, ætli þeir sér að sækja bætur frá ríkinu. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum enda komi hún til með að hafa víðtæk áhrif. Halldór Halldórsson lögmaður hefur rekið mál fyrir fjölmarga einstaklinga sem freista þess að sækja rétt sinn vegna læknamistaka. „Læknamistakamál er sá málaflokkur innan skaðabótaréttar þar sem það kann að reynast tjónþolum hvað erfiðast að sanna hina skaðabótaskyldu háttsemi og orsakatengsl milli hennar og tjónsins,“ segir Halldór. „Því þurfa tjónþolar, eðli málsins samkvæmt, að treysta talsvert á skráningu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir þurfa að treysta því að hún sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þó maður vilji ekki ætla neinum heilbrigðisstarfsmanni að breiða yfir mistök, þá gefur það auga leið að hugsanleg ákæra gæti dregið úr hvata til að greina nákvæmlega frá því ef eitthvað fer aflaga, til dæmis við aðgerð eða aðra meðhöndlun.“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunafræðinga sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann óttaðist að ákæran leiddi til þess heilbrigðisstarfsmenn myndu í framtíðinni reyna að hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregin fyrir dóm. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál,“ segir Halldór. „Ef fagmenn á þessu sviði telja sjálfir að þetta sé hættan, þá eru meiri líkur á því að tjónþoli þurfi að hafa verulegar áhyggjur af því að skráning sjúkraskráa gæti verið eitthvað röng og mögulega fölsuð ef þess ber undir. Ég hef verið með mál þar sem tjónþolar hafa kannski verið nýbúnir að ganga undir aðgerð og eru kannski ekki í þannig ástandi að geta greint nákvæmlega frá hvað gerist í aðgerðinni. Því þurfa þeir að treysta á að það sem kemur fram í sjúkraskrám sé sannleikanum samkvæmt. Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00