Tekið á móti 10 - 15 flóttamönnum frá Sýrlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2014 12:21 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. vísir/pjetur Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira