Lowry og Björn efstir á Wentworth eftir tvo hringi 23. maí 2014 22:27 McIlroy er meðal efstu manna eftir fyrstu tvo dagana á Wentworth. AP/Getty Thomas Björn leiðir enn á BMW PGA meistaramótinu sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi þegar að mótið er hálfnað en hann er á tíu höggum undir pari. Björn jafnaði vallarmetið í gær með hring upp á 62 högg eða tíu undir pari. Hann var ekki alveg jafn heitur í dag og lék á 72 höggum eða pari vallar enda aðstæður kaldari og erfiðari en í gær. Daninn leiðir þó ekki einn heldur deilir hann efsta sætinu með geðþekka Íranum Shane Lowry sem lék á 70 höggum í dag eða tveimur undir pari. Eiga þeir fjögur högg á næstu menn sem koma á sex undir. Margir þekktir kylfingar eru ofarlega í mótinu og gætu hæglega gert atlögu að Björn og Lowry um helgina. Þar má nefna Rory McIlroy, Jonas Blixt og Henrik Stenson sem eru á fimm höggum undir pari og Luke Donald, sem tvisvar hefur unnið þetta sögufræga mót sem er á sex höggum undir. Þá vekur athygli að Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters, sem var meðal efstu manna eftir að hafa leikið á 67 höggum eða fimm undir pari eftir fyrsta hring, lék annan hring á 81 höggi, níu yfir pari og missti af niðurskurðinum með þremur höggum. Meðal þeirra sem náðu heldur ekki niðurskurðinum voru kylfingar á borð við Ernie Els, Charles Schwartzel, Darren Clarke og sigurvegari síðasta árs, Matteo Manassero. Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Thomas Björn leiðir enn á BMW PGA meistaramótinu sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi þegar að mótið er hálfnað en hann er á tíu höggum undir pari. Björn jafnaði vallarmetið í gær með hring upp á 62 högg eða tíu undir pari. Hann var ekki alveg jafn heitur í dag og lék á 72 höggum eða pari vallar enda aðstæður kaldari og erfiðari en í gær. Daninn leiðir þó ekki einn heldur deilir hann efsta sætinu með geðþekka Íranum Shane Lowry sem lék á 70 höggum í dag eða tveimur undir pari. Eiga þeir fjögur högg á næstu menn sem koma á sex undir. Margir þekktir kylfingar eru ofarlega í mótinu og gætu hæglega gert atlögu að Björn og Lowry um helgina. Þar má nefna Rory McIlroy, Jonas Blixt og Henrik Stenson sem eru á fimm höggum undir pari og Luke Donald, sem tvisvar hefur unnið þetta sögufræga mót sem er á sex höggum undir. Þá vekur athygli að Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters, sem var meðal efstu manna eftir að hafa leikið á 67 höggum eða fimm undir pari eftir fyrsta hring, lék annan hring á 81 höggi, níu yfir pari og missti af niðurskurðinum með þremur höggum. Meðal þeirra sem náðu heldur ekki niðurskurðinum voru kylfingar á borð við Ernie Els, Charles Schwartzel, Darren Clarke og sigurvegari síðasta árs, Matteo Manassero.
Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira