Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2014 11:51 "Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira