Halldór Blöndal, fyrrum samgönguráðherra, nýtir sér almenningssamgöngur milli landshluta
Halldór Blöndal, formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna, fyrrverandi samgönguráðherra og forseti alþingis, steig í morgun upp í strætó í Breiðholti í Reykjavík og er för hans heitið norður á Akureyri. Er ætlun Halldórs að leggja flokk sínum lið í kosningabaráttunni á Norðurlandi. Með honum í för var eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir.
Halldór Blöndal og Kristrún EymundsdóttirÆtlun þeirra hjóna er að mæta á fundi Sjálfstæðismanna á norðanverðu landinu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Fundur er boðaður í hádeginu á morgun, föstudag, á Akureyri þar sem Halldór Blöndal mun halda erindi um stöðu eldri borgara í dag.
Mikill hugur var í þeim hjónum í morgun þegar þau lögðu af stað, og hlökkuðu til ferðarinnar með strætó norður á Akureyri.