Adam Scott kominn á topp heimslistans í golfi 20. maí 2014 21:15 Adam Scott og Tiger Woods skipta um sæti á heimslistanum. AP/Getty Ástralinn Adam Scott færðist ósjálfrátt upp í efsta sæti á nýja heimslistanum í golfi sem kom út í gær en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær þessum merka áfanga. Scott er því 17. kylfingurinn sem kemst í efsta sæti á heimslistanum síðan hann hóf göngu sína árið 1986 en Tiger Woods er sá kylfingur sem setið hefur lengst í efsta sæti listans, í alls 683 vikur. Scott tekur fram úr Woods sem hefur verið frá undanfarna tvo mánuði vegna uppskurðar á baki. Búist er við því að enn sé langt í endurkomu Woods en Scott gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf að spila vel til þess að halda sér í efsta sætinu. „Þetta er eitthvað sem maður getur verið stoltur af. Heimslistinn verðlaunar stöðugleika og þetta er auðvitað mikill heiður, ég verð að sjálfsögðu að halda áfram að taka framförum til þess að halda mér þarna.“ Þá segir Scott að þótt að þetta sé mikilvægur áfangi sé hann ekkert samanborið við að vinna alvöru titla. „Ég myndi samt sem áður skipta efsta sætinu á heimslistanum út fyrir sigur á Opna bandaríska meistaramótinu. Að vinna risamót er það sem kemur manni á spjöld golfsögunnar, ekki hvort að maður komst í efsta sætið á heimslistanum.“ Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralinn Adam Scott færðist ósjálfrátt upp í efsta sæti á nýja heimslistanum í golfi sem kom út í gær en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær þessum merka áfanga. Scott er því 17. kylfingurinn sem kemst í efsta sæti á heimslistanum síðan hann hóf göngu sína árið 1986 en Tiger Woods er sá kylfingur sem setið hefur lengst í efsta sæti listans, í alls 683 vikur. Scott tekur fram úr Woods sem hefur verið frá undanfarna tvo mánuði vegna uppskurðar á baki. Búist er við því að enn sé langt í endurkomu Woods en Scott gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf að spila vel til þess að halda sér í efsta sætinu. „Þetta er eitthvað sem maður getur verið stoltur af. Heimslistinn verðlaunar stöðugleika og þetta er auðvitað mikill heiður, ég verð að sjálfsögðu að halda áfram að taka framförum til þess að halda mér þarna.“ Þá segir Scott að þótt að þetta sé mikilvægur áfangi sé hann ekkert samanborið við að vinna alvöru titla. „Ég myndi samt sem áður skipta efsta sætinu á heimslistanum út fyrir sigur á Opna bandaríska meistaramótinu. Að vinna risamót er það sem kemur manni á spjöld golfsögunnar, ekki hvort að maður komst í efsta sætið á heimslistanum.“
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira