Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í Noregi sem er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi, fær tækifæri í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Austurríki í vináttuleik ytra klukkan 18.30.
Viðar er við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni en fátt annað kemur á óvart í uppstillingu Lars og Heimis. JóhannBerg og GylfiÞór eru á bekknum en þeir eru tæpir vegna meiðsla og koma eflaust ekkert við sögu.
Sölvi Geir Ottesen kemur inn í liðið á kostnað Ragnars Sigurðssonar og leikur við hlið Kára Árnasonar.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.20.
Byrjunarliðið (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson; Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen, Ari Freyr Skúlason; Rúrik Gíslason, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason; Viðar Örn Kjartansson, Kolbeinn Sigþórsson.
Viðar Örn í byrjunarliðinu gegn Austurríki
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn



Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn