Tölvuleikjabíll verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2014 15:10 Volkswagen GTI Vision Gran Turismo Jalopnik Einn af þeim bílum sem aðeins eru til sem bílar í tölvuleiknum Gran Turismo 6 er þessi Volkswagen GTI Vision Gran Turismo, en hann hefur aldrei verið framleiddur af Volkswagen, fyrr en nú. Þetta eina eintak bílsins var sérstaklega smíðað fyrir bílasýninguna Wörthersee Festival í Austurríki sem hófst í fyrradag. Þarna fer ansi verklegur bíll með 503 hestafla VR6 vél undir húddinu og hefur hann vakið mikla athygli fyrir fegurð sína. Allt þetta afl bílsins kemur frá 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og 7 gíra PDK sjálfskipting sér til þess að koma aflinu til allra hjólanna. Volkswagen segir að engar líkur séu til þess að þessi bíll fari í framleiðslu, þrátt fyrir hversu vel hann líkar, en margir hafa beint þeim orðum að Volkswagen að rétt sé að smíða þennan bíl fyrir almenning. Þeir hinir sömu verða því áfram að njóta hans í tölvubílaleiknum góða og láta þar við sitja. Enginn smá vindkljúfur að aftan. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Einn af þeim bílum sem aðeins eru til sem bílar í tölvuleiknum Gran Turismo 6 er þessi Volkswagen GTI Vision Gran Turismo, en hann hefur aldrei verið framleiddur af Volkswagen, fyrr en nú. Þetta eina eintak bílsins var sérstaklega smíðað fyrir bílasýninguna Wörthersee Festival í Austurríki sem hófst í fyrradag. Þarna fer ansi verklegur bíll með 503 hestafla VR6 vél undir húddinu og hefur hann vakið mikla athygli fyrir fegurð sína. Allt þetta afl bílsins kemur frá 3,0 lítra bensínvél með tveimur forþjöppum og 7 gíra PDK sjálfskipting sér til þess að koma aflinu til allra hjólanna. Volkswagen segir að engar líkur séu til þess að þessi bíll fari í framleiðslu, þrátt fyrir hversu vel hann líkar, en margir hafa beint þeim orðum að Volkswagen að rétt sé að smíða þennan bíl fyrir almenning. Þeir hinir sömu verða því áfram að njóta hans í tölvubílaleiknum góða og láta þar við sitja. Enginn smá vindkljúfur að aftan.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent