Erlent

Nauðsynlegt að bardögum ljúki sem allra fyrst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Petro Porosjenkó, nýkjörin forseti Úkraínu.
Petro Porosjenkó, nýkjörin forseti Úkraínu. visir/afp
Petro Porosjenkó, nýkjörin forseti Úkraínu, segir í yfirlýsingu eftir fund sinn með sendiherra Rússlands að nauðsynlegt sé að bardagar í landinu taka enda sem allra fyrst.

Nauðsynlegt væri að styrkja landamæri landsins og um leið öryggi þjóðarinnar. Forsetinn segir í yfirlýsingu sinni að það sé alvarlegt að vopn og hermenn hafi verið fluttir frá Rússlandi til Úkraínu undanfarna tvo mánuði.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði í gær að eftirlit yrði aukið við landamæri Rússlands og Úkraínu.

Petro Porosjenkó sór í gær embættiseið sem forseti Úkraínu. Porosjenkó sigraði í forsetakosningunum í sem fram fóru í landinu þann 25. maí síðastliðinn.

Í ræðu sinni í gær lagði hann kapp á að koma á friði á milli stríðandi fylkinga í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×