Karim Benzema, framherji Real Madrid, veltir sér lítið upp úr sögusögnum að klúbburinn sé á höttunum eftir Luis Suarez, leikmanni Liverpool. Benzema hefur átt óstöðugu gengi að fagna hjá félaginu en hann hefur aðeins skorað 36 mörk á þremur tímabilum.
Luis Suarez er nýjasta stórstjarnan sem Real horfir augunum til og skildi engan furða. Þrátt fyrir að hafa misst af fimm leikjum vegna leikbanns var Suarez markahæstur í ensku úrvalsdeildinni og var síðar valinn besti leikmaður deildarinnar.
Benzema átti fínt tímabil við hlið Cristiano Ronaldo og Gareth Bale í framlínu Madrídar-manna en sífellt er krafa um bætingu hjá klúbbnum. Benzema viðurkenndi að hann myndi fagna komu Suarez en benti á að Suarez hafi ekki sannað sig til lengri tíma litið.
„Ég hef lítið velt þessu fyrir mér og sef ágætlega á nóttunni fyrir vikið. Ég myndi fagna komu hans enda myndi hann styrkja liðið. Hann er frábær leikmaður og átti frábært tímabil en það var aðeins eitt tímabil. Til að sanna þig í fótbolta þarftu að eiga mörg góð tímabil,“ sagði Benzema.
Benzema óttast ekki samkeppni
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

