Franck Ribéry, leikmaður Bayern München, verður ekki með Frakklandi á HM í Brasilíu en hann er búinn að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
Þetta staðfestu franskir fjölmiðlar nú rétt í þessu en ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir franska landsliðið enda Ribéry verið einn besti leikmaður heims undanfarin misseri.
Vitað var að Ribéry væri tæpur vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann undanfarið en samt sem áður var tekin sú áhætta að velja hann í 23 manna hópinn.
Rémy Cabella, leikmaður Montpellier, var kallaður í hópinn í stað Ribéry.
Ribéry meiddur og fer ekki á HM
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn

Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn



