Sterk sól og brunahætta Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2014 09:30 Spákort Veðurstofunnar kl. 15 í dag. Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm. Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm.
Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45
Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15