Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur neyðst til þess að gera tvær breytingar á landsliðshópi sínum.
Þær Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Sandra Sif Sigurjónsdóttir úr Stjörnunni hafa verið kallaðar inn þar sem Arna Sif Pálsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir eru meiddar.
Fram undan í næstu viku eru mikilvægir leikir hjá landsliðinu gegn Finnum og Slóvökum í undankeppni EM.

