Sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla lauk í kvöld með þremur leikjum. KR, Keflavík og Breiðablik komust þá áfram í átta liða úrslit.
KR vann magnaðan 4-2 sigur á Fjölni á meðan Keflavík valtaði yfir Hamar. Það þurfti aftur að móti að framlengja hjá Blikum og Þór.
Í framlengingunni kláruðu Blikar leikinn með tveim mörkum.
Liðin sem komin eru í átta liða úrslit: BÍ/Bolungarvík, ÍBV, Fram, Þróttur, Víkingur R., KR. Keflavík og Breiðablik.
Úrslit:
Breiðablik - Þór 3-1
1-0 Guðjón Pétur Lýðsson (63.), Jóhann Helgi Hannesson (71.), 2-1 Elfar Freyr Helgason (98.), 3-1 Árni Vilhjálmsson (115.)
Keflavík - Hamar 6-1
1-0 Andri Fannar Freysson (12.), 2-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (22.), 3-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (52.), 4-0 Einar Orri Einarsson (70.), 4-1 Samúel Arnar Kjartansson (76.), 5-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (85.), 6-1 Theodór Guðni Halldórsson (90.+3).
KR - Fjölnir 4-2
1-0 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (34.), 1-1 Þórir Guðjónsson (38.), 2-1 Gary Martin (41.), 2-2 Gunnar Már Guðmundsson (56.), 3-2 Gary Martin (60.), 4-2 Gonzalo Balbi (74.).
