Formúla 1

Rosberg: Ég hef sálfræðilegt forskot á Hamilton

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg er með sjálfstraustið í lagi.
Rosberg er með sjálfstraustið í lagi. Vísir/Getty
Nico Rosberg telur að hann hafi nú sálfræðilegt forskot á lisðfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Rosberg telur að hann hafi snúið taflinu við þegar hann náði 22 stiga forskoti á Hamilton í síðustu keppni.

Rosberg vann fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu. Hamilton vann svo fjórar keppnir í röð þangað til Rosberg stöðvaði sigurgöngu hans í Mónakó. Rosberg vann svo aftur í Kanada. Titilbaráttan mun líklega endast til loka tímabilsins. Rosberg telur þó að í síðustu tveimur keppnum hafi hann náð yfirhöndinni.

„Ef liðsfélagi þinn vinnur þrjár eða fjórar keppnir í röð mun það augljóslega styrkja stöðu hans,“ sagði Rosberg.

„Það var því mjög mikilvægt að stöðva sigurgönguna vegna þess að sálfræði er stór hluti af íþróttum. Ef þú hefur náð þessum úrslitum, sem ég hef náð núna, gefur það þér þetta örlitla auka, smá forskot , svo það hjálpar. Það er mikilvægt,“ sagði Rosberg sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna.

Rosberg viðurkennir viss vonbrigði að ljúka ekki Kanada keppninni í fyrsta sæti.

„Það er glatað bíllinn okkar er nógu fljótur til að vinna hverja keppni, so það að fara frá Kanada án þess að vinna voru mikil vonbrigði fyrir liðið. Við verðum að hrista þetta af okkur í Asturríki og ná fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum miðað við bílinn sem við höfum.


Tengdar fréttir

Nico Rosberg vann aftur í Mónakó

Þjóðverjinn Nico Rosberg leiddi hvern einasta hring í keppninni eftir að ná ráspól á umdeildan hátt í gær. Liðsfélagi Rosberg hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.

Mercedes á meira inni

Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins.

Daniel Ricciardo vann í Kanada

Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.

Rosberg á ráspól í Kanada

Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir.

Ricciardo kom fyrstur í mark | Myndband

Daniel Ricciardo varð hlutskarpastur í Formúlu 1 kappakstri gærdagsins sem fór fram í Kanada. Þetta var hans fyrsti sigur í keppninni, en hann ekur fyrir Mercedes.

Bílskúrinn: Veislan í Kanada

Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×