Munurinn á hveiti og hveiti Rikka skrifar 10. júní 2014 13:30 Hveiti er ekki bara hveiti vísir/Getty Hvort sem að þú ert með glúteinóþol eða langar bara til að breyta til og hvíla hvíta hveitið þá eru hér fimm næringarríkar mjöl- og hveititegundir sem að þú ættir að skoða. Möndlumjöl Möndlumjölið er prótínríkt og inniheldur nauðsynlegar fitusýrur auk þess að innihalda gott magn af E-vítamíni. Það er frábært að nota það eins og nú notar brauðrasp t.d á fiskinn eða í kjötbollurnar. Kínóamjöl Stútfullt af næringarefnum og inniheldur allar nauðsynlegu amínósýrurnar, semsagt frábær uppspretta prótíns. Kínóamjöl er upplagt til að rífa upp næringargildin kökum og kexi og þá sem helmingsmagn á móti venjulegu hveiti. Sojamjöl Inniheldur kalk, trefjar og þrefalt meira magn af prótíni en venjulegt hveiti. Það er upplagt að nota til að þykkja sósur og nota sem 1/3 á móti 2/3 af hveiti í gerlaust brauð. Spelthveiti Er framleitt úr svokölluðu “fornu korntegundinni” spelti. Það hefur örlítið sætara bragð og verða brauðin og kökurnar léttari í sér en þegar notast er við heilhveiti. Gætið þess þó að nota heilkorna spelt en ekki fínmalað því það er nánast á pari við hvítt hveiti. Speltið er frábært að nota við pizzubakstur og brauðgerð. Byggmjöl Er mjög trefjaríkt og hjálpar við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Það er frábært í pönnukökurnar og brauðið. Heilsa Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið
Hvort sem að þú ert með glúteinóþol eða langar bara til að breyta til og hvíla hvíta hveitið þá eru hér fimm næringarríkar mjöl- og hveititegundir sem að þú ættir að skoða. Möndlumjöl Möndlumjölið er prótínríkt og inniheldur nauðsynlegar fitusýrur auk þess að innihalda gott magn af E-vítamíni. Það er frábært að nota það eins og nú notar brauðrasp t.d á fiskinn eða í kjötbollurnar. Kínóamjöl Stútfullt af næringarefnum og inniheldur allar nauðsynlegu amínósýrurnar, semsagt frábær uppspretta prótíns. Kínóamjöl er upplagt til að rífa upp næringargildin kökum og kexi og þá sem helmingsmagn á móti venjulegu hveiti. Sojamjöl Inniheldur kalk, trefjar og þrefalt meira magn af prótíni en venjulegt hveiti. Það er upplagt að nota til að þykkja sósur og nota sem 1/3 á móti 2/3 af hveiti í gerlaust brauð. Spelthveiti Er framleitt úr svokölluðu “fornu korntegundinni” spelti. Það hefur örlítið sætara bragð og verða brauðin og kökurnar léttari í sér en þegar notast er við heilhveiti. Gætið þess þó að nota heilkorna spelt en ekki fínmalað því það er nánast á pari við hvítt hveiti. Speltið er frábært að nota við pizzubakstur og brauðgerð. Byggmjöl Er mjög trefjaríkt og hjálpar við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Það er frábært í pönnukökurnar og brauðið.
Heilsa Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið