Hún hafði betur gegn Karen Guðnadóttur, GS, í úrslitaleiknum í dag en sigurinn var nokkuð öruggur.
Tinna tryggði sér sigur á fjórtándu holu en hún var með fjögurra vinninga forystu strax eftir níu fyrstu holurnar.
Karen hafði komið á óvart með því að vinna Íslandsmeistarann í höggleik, Sunnu Víðisdóttur, í fjórðungsúrslitum en hún vann svo systur sína, Heiðu, í undanúrslitum.
Tinna vann Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Bergldindi Björnsdóttur á leið sinni í úrslitaleikinn.
Guðrún Brá endaði í þriðja sæti eftir að hafa betur gegn Heiðu í bronsleiknum í dag.
Tinna Íslandsmeistari í holukeppni

Tengdar fréttir

Karen vann systur sína í undanúrslitum
Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni.

Tinna mætir Karen í úrslitunum
Nýr Íslandsmeistari kvenna í holukeppni verður krýndur í dag.