Tinna Jóhannsdóttir hafði í morgun betur gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni.
Tinna var með nauma forystu í allan dag en hún hélt eins vinnings forystu frá sjöundu holu fram á þá átjándu.
Hún mætir Karen Guðnadóttur í úrslitunum en sú síðarnefnda lagði systur sína, Heiðu, að velli í sinni undanúrslitaviðureign.
Tinna lagði Berglindi Björnsdóttur í fjórðungsúrslitunum í gær.
Tinna mætir Karen í úrslitunum

Tengdar fréttir

Karen vann systur sína í undanúrslitum
Systur áttust við í undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni.