Ungstirnið Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Congressional 28. júní 2014 22:22 Það er gaman að fylgjast með hinum kokhrausta Patrick Reed. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira