Koddaslef og kynlífsherbergi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2014 09:45 „Þetta gæti ég til dæmis aldrei gert,“ sagði vinnufélagi minn í gær þegar ég lýsti fyrir honum gistiaðstæðum mínum í Montreal á dögunum. Ein stelpa af fimm sem leigðu íbúð var að heiman þá helgina og fengum við vinirnir að gista í rúminu hennar fyrir örfáa dollara. Rúmfötin voru notuð og gáfum við okkur tíma í að dusta óútskýrðan sand af rúminu áður en við lögðumst til hvílu. Sami kollegi rifjaði upp sumarbústaðaferð þar sem gist var á dýnum. Vopnaður laki og svefnpoka lagðist hann til hvílu á dýnu en brá heldur betur þegar vinur hans, sem gleymt hafði lakinu, opnaði svefnpokann, lagðist á dýnuna eldgömlu á nærfötum einum klæða og greip í kodda sem guð má vita hver hafði slefað síðast á. Sá sofnaði á undan. Fyrir sjö árum var aðstaðan á hosteli nokkru í Vancouver reyndar sögulega skelfileg. Uppbókað var á öll hefðbundin hostel í borginni þegar við duttum niður á eitt með ótrúlega lágt verð. Tíu dollarar yfir þrjár nætur. Skiptar skoðanir voru um hostelið á rýnissíðum á netinu en heilt yfir var niðurstaðan: „Þú borgar fyrir það sem þú færð.“ Snakkleifar á rúminu, dýna í plasti, fólk reykjandi gras, fjögurra strengja gítar og kynlífsbann í herbergjum – aðeins mátti stunda kynlíf í svonefndum kynlífsherbergjum sem við reyndar bárum aldrei augum. Allir komum við samt aftur, enginn dó og sparaðir þúsundkallar fóru meðal annars í forláta rauða hettupeysu úr Zöru sem enn þann dag í dag eru líklega bestu kaup ævi minnar. Það er ekki svo að ég njóti þess að gista við aðstæður sem þessar en ég get samt látið mig hafa það. Á meðan ég, með mitt skoska blóð, veit að ég er að spara mér þúsundkallana, gegn því að þurfa að sætta mig vita bágborna og ógeðslega svefnaðstöðu, þá læt ég mig hafa það. Nokkrir bjórar að kvöldi og sturta morguninn eftir hjálpar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun
„Þetta gæti ég til dæmis aldrei gert,“ sagði vinnufélagi minn í gær þegar ég lýsti fyrir honum gistiaðstæðum mínum í Montreal á dögunum. Ein stelpa af fimm sem leigðu íbúð var að heiman þá helgina og fengum við vinirnir að gista í rúminu hennar fyrir örfáa dollara. Rúmfötin voru notuð og gáfum við okkur tíma í að dusta óútskýrðan sand af rúminu áður en við lögðumst til hvílu. Sami kollegi rifjaði upp sumarbústaðaferð þar sem gist var á dýnum. Vopnaður laki og svefnpoka lagðist hann til hvílu á dýnu en brá heldur betur þegar vinur hans, sem gleymt hafði lakinu, opnaði svefnpokann, lagðist á dýnuna eldgömlu á nærfötum einum klæða og greip í kodda sem guð má vita hver hafði slefað síðast á. Sá sofnaði á undan. Fyrir sjö árum var aðstaðan á hosteli nokkru í Vancouver reyndar sögulega skelfileg. Uppbókað var á öll hefðbundin hostel í borginni þegar við duttum niður á eitt með ótrúlega lágt verð. Tíu dollarar yfir þrjár nætur. Skiptar skoðanir voru um hostelið á rýnissíðum á netinu en heilt yfir var niðurstaðan: „Þú borgar fyrir það sem þú færð.“ Snakkleifar á rúminu, dýna í plasti, fólk reykjandi gras, fjögurra strengja gítar og kynlífsbann í herbergjum – aðeins mátti stunda kynlíf í svonefndum kynlífsherbergjum sem við reyndar bárum aldrei augum. Allir komum við samt aftur, enginn dó og sparaðir þúsundkallar fóru meðal annars í forláta rauða hettupeysu úr Zöru sem enn þann dag í dag eru líklega bestu kaup ævi minnar. Það er ekki svo að ég njóti þess að gista við aðstæður sem þessar en ég get samt látið mig hafa það. Á meðan ég, með mitt skoska blóð, veit að ég er að spara mér þúsundkallana, gegn því að þurfa að sætta mig vita bágborna og ógeðslega svefnaðstöðu, þá læt ég mig hafa það. Nokkrir bjórar að kvöldi og sturta morguninn eftir hjálpar til.