198 laxar komnir úr Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2014 20:15 Laxveiðiárnar á Norðurlandi eru enn sem komið er að skáka þeim sunnlensku við og vel það, bæði hvað varðar fjölda veiddra laxa og meðalþyngd. Við höfum greint frá frábærri meðalþyngd t.d. í Vatnsdalsá og Blanda er þar ekkert síðri. Í dag eru komnir 198 laxar á land og það gæti breyst áður en kvöldvaktin er úti en veitt er til 22:00 í kvöld. Langmest af laxinum sem er að veiðast í Blöndu er 80-90 sm og um 12-18 pund sem er nákvæmlega það sem veiðimenn sækjast eftir í á eins og Blöndu. 190 laxar eru komnir af svæði I, 6 laxar eru komnir af svæði II og sitt hvor laxinn af svæðum III og IV. Smálaxagöngurnar eru ekki komnar í árnar fyrir norðan frekar en árnar fyrir sunnan og eru nokkrir veiðimenn orðnir uggandi alveg að ástæðulausu alla vega enn sem komið er. Frá 1995 hafa í það minnsta komið þrjú ár sem hafa byrjað jafn rólega en endað í meðalári eða meira. Stangveiði Mest lesið Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði
Laxveiðiárnar á Norðurlandi eru enn sem komið er að skáka þeim sunnlensku við og vel það, bæði hvað varðar fjölda veiddra laxa og meðalþyngd. Við höfum greint frá frábærri meðalþyngd t.d. í Vatnsdalsá og Blanda er þar ekkert síðri. Í dag eru komnir 198 laxar á land og það gæti breyst áður en kvöldvaktin er úti en veitt er til 22:00 í kvöld. Langmest af laxinum sem er að veiðast í Blöndu er 80-90 sm og um 12-18 pund sem er nákvæmlega það sem veiðimenn sækjast eftir í á eins og Blöndu. 190 laxar eru komnir af svæði I, 6 laxar eru komnir af svæði II og sitt hvor laxinn af svæðum III og IV. Smálaxagöngurnar eru ekki komnar í árnar fyrir norðan frekar en árnar fyrir sunnan og eru nokkrir veiðimenn orðnir uggandi alveg að ástæðulausu alla vega enn sem komið er. Frá 1995 hafa í það minnsta komið þrjú ár sem hafa byrjað jafn rólega en endað í meðalári eða meira.
Stangveiði Mest lesið Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði