Það eru lika stórir laxar í Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2014 18:12 Haraldur Þórðarsson með 87 sm lax úr Grímsá í morgun Mynd af www.hreggnasi.is Grímsá hefur farið rólega af stað eins og flestar árnar á vesturlandi en þrátt fyrir að fjöldi fiska sé ekki mikill er mest af honum vænn. Það hafa sést nokkrir sannkallaðir drekar í ánni og eru þeir á hraðferð upp ánna, það sést vel að nýjasta stórlaxinum sem kemur á land ár á bæ. Á mynd sem við fengum frá Hreggnasa sést 87 sm lax sem veiddist í efsta veiðistað Grímsár, Oddsstaðafljóti en þar sáust fleiri laxar sem litu ekki við flugum veiðimanna. Það er Haraldur Þórðarsson sem veiddi laxinn. Miklar rigningar hafa gert veiðimönnum í Borgarfirði og næsta nágrenni erfitt fyrir en mikið vatn er í sumum ánum, langt yfir því sem kallast venjulegt sumarrennsli. Það getur verið ein ástæðan fyrir því að smálaxagöngurnar seinka sér í árnar en það er vel þekkt að þegar árnar sjatna eftir miklar rigningar á þessum árstíma ganga laxar í árnar sem hafa hangið lengi í hálfsöltuvatni, eru búnir að fella gönguhreistur og sumir komnir með þaralit ef því að bíða of lengi eftir góðu vatni í þaraskógi undan árósunum. Stóri júnístraumurinn er eftir tvo daga og fram yfir helgi er spáð minni eða engri úrkomu á suður og vesturhorni landsins sem verður til að árnar sjatna hratt og ættu að vera í kjörvatni á þeim tíma sem laxinn á að ganga. Stangveiði Mest lesið Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá komin yfir 100 laxa Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Ennþá hægt að skjótast á gæsaveiðar Veiði Einarsson veiðihjólin vinsæl meðal veiðimanna Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Veiðimenn fjölmenna við Vífilstaðavatn Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði
Grímsá hefur farið rólega af stað eins og flestar árnar á vesturlandi en þrátt fyrir að fjöldi fiska sé ekki mikill er mest af honum vænn. Það hafa sést nokkrir sannkallaðir drekar í ánni og eru þeir á hraðferð upp ánna, það sést vel að nýjasta stórlaxinum sem kemur á land ár á bæ. Á mynd sem við fengum frá Hreggnasa sést 87 sm lax sem veiddist í efsta veiðistað Grímsár, Oddsstaðafljóti en þar sáust fleiri laxar sem litu ekki við flugum veiðimanna. Það er Haraldur Þórðarsson sem veiddi laxinn. Miklar rigningar hafa gert veiðimönnum í Borgarfirði og næsta nágrenni erfitt fyrir en mikið vatn er í sumum ánum, langt yfir því sem kallast venjulegt sumarrennsli. Það getur verið ein ástæðan fyrir því að smálaxagöngurnar seinka sér í árnar en það er vel þekkt að þegar árnar sjatna eftir miklar rigningar á þessum árstíma ganga laxar í árnar sem hafa hangið lengi í hálfsöltuvatni, eru búnir að fella gönguhreistur og sumir komnir með þaralit ef því að bíða of lengi eftir góðu vatni í þaraskógi undan árósunum. Stóri júnístraumurinn er eftir tvo daga og fram yfir helgi er spáð minni eða engri úrkomu á suður og vesturhorni landsins sem verður til að árnar sjatna hratt og ættu að vera í kjörvatni á þeim tíma sem laxinn á að ganga.
Stangveiði Mest lesið Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá komin yfir 100 laxa Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Ennþá hægt að skjótast á gæsaveiðar Veiði Einarsson veiðihjólin vinsæl meðal veiðimanna Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Veiðimenn fjölmenna við Vífilstaðavatn Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði