Eiríkur Örn rukkaður fyrir að birta mynd af Sölva Fannari Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 14:29 Eiríkur Örn, t.v., lenti í vandræðum í dag fyrir að hafa birt mynd af Sölva Fannari, t.h. „Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við. Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég hélt þetta væri eins og hver önnur birting á plötucoveri eða annars konar promo efni með verkinu,“ segir Eiríkur Örn Norðdal sem fékk rukkun vegna óheimilar myndbirtingar. Hann birti mynd á vefriti sínu Starafugli af ljóðskáldinu, fyrirsætunni og leikaranum Sölva Fannari með umfjöllun um ljóð hans. Myndstef sendi honum póst í hádeginu í dag þar sem segir að ábyrgðaraðili fyrir Starafugli, sem er Eiríkur, hafi af gögnum málsins að dæma ekki haft leyfi fyrir notkun myndarinnar. Þar er vísað til höfundalaga og einkaréttar höfunda til notkunar verka sinna. Í póstinum er Eiríki gert að hafa samband við Myndstef innan viku en ella áskilur Myndstef sér rétt til að gefa út reikning vegna notanna. „Að auki getur Myndstef krafist lögbanns á notkunina og skaðabóta því tengdu.” Eiríkur veit ekki hvernig hann á að snúa sér í málinu og hefur biðlað til lögfróðra vina sinna á Facebook um aðstoð. „Myndin er merkt höfundi og hafði áður birst í fjölmiðlum, með umfjöllun um Sölva,“ segir hann í stöðuuppfærslu. „Í greininni er fyrirbærið Sölvi Fannar til umfjöllunar, ímyndin einsog hún birtist á þessari mynd. Það var minn skilningur að þar með væri notkun myndarinnar innan rammans – eins og hvert annað plötukover,“ segir hann jafnframt og spyr hvort að hann ætti að „lúffa“ eins og hann orðar það eða láta reyna á hvort að þetta sé réttmætt.Ásgeir ljósmyndari segir höfundalög skýr. Mynd/RósaLjósmyndari segir höfundalög skýr En myndin sem um ræðir hefur birst víðsvegar í fjölmiðlum að undanförnu og vakti athygli. Myndina tók ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Geirix. Hann innheimtir ekki sjálfur heldur sér Myndstef um það fyrir hönd ljósmyndara þeirra sem þeir eru með á sínum snærum. „Hún er gefin út fyrir mína hönd. Ef mynd er notuð án leyfis þá er innheimta.“ Hann segir lögin um höfundarétt vera skýr. „Ljósmynd, eða hvaða myndverk sem það er, er alltaf eign höfundar og myndrétturinn er eign höfundar.“ Hann segir þetta alltaf munu vera þannig enda mikilvægt fyrir listamenn. „Annars getum við bara lagt niður listsköpun í landinu.“ Eiríkur Örn taldi hins vegar myndina vera undirorpna því sem kallast „fair use“ sem gætu útlagst á íslensku sanngjörn notkun. „Þessi mynd er sú sem kom honum á kortið,“ útskýrir Eiríkur Örn í samtali við Vísi og segir hana vera stóran hluta af því hvernig hann kynnir sig og sín verk. „Það að ætla að fjalla um hann án þess að geta birt myndina er kjánalegt. Þá ertu bara með brot af sögunni.“ Eiríkur segir sektina ekkert gríðarháa þó. „En vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og ég er þegar að borga með honum,“ bætir hann við.
Tengdar fréttir Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45 Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Kviknakinn á toppnum Mynd af Sölva Fannari Viðarssyni þar sem hann stendur kviknakinn á mosavöxnu fjalli með sverð á milli fótanna vakti athygli okkar. 28. apríl 2014 15:45
Sölvi Fannar hitti afmynduðu tvíburana "Einhverra hluta vegna hófu þeir að fara í lýtaaðgerðir og virðast hafa gengið aðeins of hratt um þær gleðinnar dyr.“ 26. maí 2014 13:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent