Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Óskar Örn Árnason skrifar 26. júní 2014 19:00 Cub Swanson er á fimm bardaga sigurgöngu í fjaðurvigtinni. Vísir/GETTY Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Cub Swanson, eða Kevin Luke Swanson eins og hann heitir réttu nafni, mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nafnið „Cub“ fékk hann sem lítill drengur en hann hefur notað það alla tíð. Swanson er ekki einn af stærstu stjörnum UFC en hann er vinsæll og þekktur fyrir skemmtilega bardaga og mikinn baráttuhug. Sem unglingur átti hann erfitt uppdráttar en hann var ættleiddur eftir dauða föður síns þar sem móðir hans treysti sér ekki til að ala hann og systkini hans upp. Hann var vandræðaunglingur og lenti iðulega í áflogum. Eftir að hafa verið handtekinn fyrir innbrot var honum komið fyrir í unglingafangelsi aðeins sautján ára gömlum. Eftir fangelsisvistina kom Swanson sér á beinu brautina með því að stunda sjálfboðastarf og brasilískt jiu-jitsu. Hann komst að lokum inn í MMA í gegnum vin sinn Joe Stevenson sem sigraði aðra seríu af The Ultimate Fighter. Swanson fékk í gegnum Stevenson tækifæri til að æfa með tveimur af virtustu þjálfurum heims, þeim Greg Jackson og Mike Winkeljohn í Albuquerque, Nýju-Mexíkó. Hann hefur einnig fengið að æfa hnefaleika með hinum sigursæla boxara Timothy Bradley sem er æskuvinur Swanson. Eftir að hafa sigrað níu af fyrstu tíu MMA bardögum sínum var Swanson boðið að berjast í WEC sem var á þeim tíma stærsta samband heims fyrir léttari þyngdarflokkana. Swanson sigraði fimm af átta bardögum í WEC og tapaði aðeins fyrir þeim allra bestu. Tap á átta sekúndum fyrir José Aldo stendur upp úr sem versti ósigur Swanson á ferlinum en það er þó engin skömm að tapa fyrir snillingi eins og Aldo. Þegar WEC var sameinað UFC fylgdi Swanson með. Hann hefur nú sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og hefur aldrei litið betur út. Sigri hann Jeremy Stephens næsta laugardagskvöld verður hann kominn í kjörstöðu til að skora á sigurvegarann úr bardaga José Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn sem fer fram 2. ágúst. Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira