
Jónas: Virkilega góð helgi fyrir frjálsíþróttir á Íslandi

Íslenska liðið náði öðru sætinu í 3. deildinni í Tbilisi í Georgíu og fer upp um deild ásamt landsliði Kýpurs.
„Er ákaflega stoltur af árangri okkar íþróttamanna um helgina sem eru að sýna hve miklu samheldni og gott starf í hreyfingunni er að skila okkur," skrifaði Jónas Egilsson inn á fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambandsins.
Hann bætti svo við: „Eins vil ég nota tækifærið og þakka Þóreyju Eddu fyrir hennar alúð og dugnað við undirbúning og öðrum sem lögðu hönd á plóg. Eins er ég snortinn yfir þeim jákvæðu og miklu viðbrögðum þeirra sem hafa fylgst með okkar keppendum. Þetta var virkilega góð helgi fyrir frjálsíþróttir á Íslandi. Takk fyrir mig," skrifaði Jónas.
Þetta var söguleg helgi fyrir frjálsar á Íslandi því íslenska landsliðið hefur aldrei áður komist upp um deild síðan karla- og kvennakeppnin var sameinuð.
Tengdar fréttir

Íslenska liðið á palli í 23 greinum af 40
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum komst upp um deild í Evrópukeppni landsliða þegar liðið endaði í 2. sæti í þriðju deild keppninnar í Tbilisi í Georgíu um helgina. Ísland átti í harðri baráttu við Ísrael um 2. sætið en endaði að lokum með fimmtán og hálfu stigi meira.

Ísland enn í öðru sæti
Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti.

Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet
Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti.

Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir
Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir.

Ísland komst upp um deild
Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega.