Eyþór öflugur á motocrossmóti á Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 21:00 Myndir/motosport.is Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is Íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is
Íþróttir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira