Fyrsti þáttur af EA Fitness: Axlaræfing sem klikkar ekki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2014 11:54 Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum. Heilsa Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið
Vísir sýnir í dag fyrsta þáttinn af EA Fitness en framvegis verður þátturinn ávallt á dagskrá Vísis á mánudögum. Í þessari þáttaröð fáum við að fylgja þjálfurunum Elmu og Antoni eftir en þau fjalla um líkamsrækt, næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í þessum fyrsta þætti fara þau í gegnum axlaræfingu ásamt því að kíkja í fiskverslunina Hafið, þar sem Anton hoppar um af gleði. Einnig sjáum við Hálandakappann Einar kasta staur og kíkjum á fitness-skvísuna Sofiu Garciu á sviðinu í Danmörku. Skemmtilegur þáttur fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum og skemmtilegum lífsstíl. Elma Grettisdóttir er með menntun frá World Class-skólanum og í Stott Pilates. Hún hefur unnið sem einkaþjálfari í mörg ár og er þjálfunin ekki bara vinna fyrir henni heldur einnig áhugamál. Hún býður uppá einkaþjálfun í World Class sem og fjarþjálfun. Anton Rúnarsson hefur unnið sem einka- og fjarþjálfari í meira en tíu ár. „Að aðstoða fólk við að koma sér í form og læra að halda sér í formi er það sem ég geri, megrun er ekki í mínum orðaforða heldur lífsstíll. Að endurstilla hugarfarið til að lifa heilbrigðum lífsstíl,“ segir Anton. Hann er menntaður einkaþjálfari frá World Class-skólanum.
Heilsa Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið