Justin Rose landaði sigri á Congressional 30. júní 2014 03:58 Justin Rose fagnar sigrinum í kvöld. AP/Getty Englendingurinn Justin Rose sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur Rose á atvinnumóti síðan að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Rose lék hringina fjóra á Congressional vellinum á samtals fjórum höggum undir pari en það gerði Bandaríkjamaðurinn Shawn Stefani einnig. Það þurfti því að grípa til bráðabana til að skera úr um úrslitin en Rose fékk par á fyrstu holu í bráðabananum á meðan að Stefani fékk tvöfaldan skolla. Sigur Englendingsins er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en jafnir í þriðja sæti komu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ben Martin á þremur höggum undir pari. Patrick Reed sem leiddi mótið með tveimur höggum eftir þrjá hringi átti alls ekki góðan lokadag en hann kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði jafn í 11. sæti á sléttu pari en pressan á lokadeginum náði greinilega til hans. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Greenbrier Classic og hefst það á fimmtudaginn en það verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í kvöld en þetta er fyrsti sigur Rose á atvinnumóti síðan að hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Rose lék hringina fjóra á Congressional vellinum á samtals fjórum höggum undir pari en það gerði Bandaríkjamaðurinn Shawn Stefani einnig. Það þurfti því að grípa til bráðabana til að skera úr um úrslitin en Rose fékk par á fyrstu holu í bráðabananum á meðan að Stefani fékk tvöfaldan skolla. Sigur Englendingsins er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum en jafnir í þriðja sæti komu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ben Martin á þremur höggum undir pari. Patrick Reed sem leiddi mótið með tveimur höggum eftir þrjá hringi átti alls ekki góðan lokadag en hann kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði jafn í 11. sæti á sléttu pari en pressan á lokadeginum náði greinilega til hans. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Greenbrier Classic og hefst það á fimmtudaginn en það verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira