Víkingur er komið í undanúrslit Borgunarbikarkeppni karla eftir 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði.
Eftir markalausan fyrri hálfleik brutu gestirnir úr Reykjavík ísinn með marki Dofra Snorrasonar á 53. mínútu. Ívar Örn Jónsson bætti svo við tveimur mörkum en það síðara kom í uppbótartíma.
KR og Keflavík eru einnig komin áfram í undanúrslitin en nú stendur yfir framlenging í viðureign Þróttar og ÍBV.
