Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - ÍBV 0-1 | Eyjamenn í undanúrslit Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 7. júlí 2014 15:13 Myndir / Daníel Rúnarsson Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“ Íslenski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“
Íslenski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira